Frétt

Vel heppnaður fræðslufundur um Frjálsa lífeyrissjóðinn

Vel heppnaður fræðslufundur um Frjálsa lífeyrissjóðinn

Fræðslufundur um Frjálsa lífeyrissjóðinn, var haldinn í Arion banka í fyrradag, þriðjudaginn 14. mars. Fundurinn, sem stóð yfir í rúmlega klukkustund, var vel heppnaður og sérstaklega var ánægjulegt að sjá hátt hlutfall ungs fólks sem sótti fundinn.

Á fundinum fjallaði Arnaldur Loftsson, framkvæmdastjóri Frjálsa lífeyrissjóðsins, m.a. um uppbyggingu sjóðsins, mismunandi valkosti sjóðfélaga, ávöxtun og lánareglur sjóðsins og sköpuðust líflegar umræður um efnið.