Frétt

Breytingar á lánum Frjálsa lífeyrissjóðsins

Breytingar á lánum Frjálsa lífeyrissjóðsins

- Vextir óverðtryggðra lána lækka í 5,69%
- Lántökugjald verður föst krónutala
- Lánsfjárhæðir breytast

Vextir óverðtryggðra lána lækka

Vextir óverðtryggðra lána, sem eru fastir til þriggja ára í senn lækka frá og með frá og með deginum í dag. Vextir grunnlána, sem miða við allt að 65% veðhlutfall, lækka úr 5,90% í 5,69% og vextir viðbótarlána, sem miða við 65-75% veðhlutfall, lækka úr 6,55% í 6,34%. Vextir á verðtryggðum lánum haldast óbreyttir.

Lántökugjald verður föst krónutala

Lántökugjald verður frá og með deginum í dag föst krónutala í stað hlutfalls af lánsfjárhæð. Gjaldið verður 75.000 kr. en var áður 0,75%. Breytingin þýðir að kostnaður meðalláns, sem er um 21 m.kr., lækkar úr 157.500 kr. í 75.000 kr., eða um 82.500 kr.

Lánsfjárhæð breytist

Hámarksfjárhæð lána var 30 milljónir kr. Nú hefur sú breyting verið gerð að einstaklingar geta tekið að hámarki 20 milljónir kr. en hjón eða einstaklingar í óvígðri sambúð, sem báðir eiga séreign eða réttindi í sjóðnum, að hámarki 40 milljónir kr. Umsækjendur um lán þurfa eftir sem áður að uppfylla önnur skilyrði lánareglna sjóðsins.

Lántökuskilyrði rýmkuð

Þar til nú þurftu sjóðfélagar annað hvort að hafa greitt iðgjöld í sjóðinn sl. 6 mánuði eða í einhverja 36 mánuði til að eiga rétt á láni. Lántökuskilyrði hafa verið rýmkuð með þeim hætti að til að fá lánsrétt dugar að eiga séreign eða samtryggingaréttindi með greiðslu skylduiðgjalds eða viðbótariðgjalds í sjóðinn.