Frétt

Vextir verðtryggðra lána með breytilegum vöxtum hækka

Vextir verðtryggðra lána með breytilegum vöxtum hækka

Breytilegir vextir á nýjum verðtryggðum sjóðfélagalánum Frjálsa lífeyrissjóðsins hækka frá og með 15. nóvember nk. Vextir grunnlána, sem miða við 65% veðhlutfall, hækka úr 3,39% í 3,55% og vextir viðbótarlána, sem miða við 65%-75% veðhlutfall, hækka úr 4,04% í 4,20%.

Hækkunin gildir einnig um þau verðtryggðu lán með breytilegum vöxtum sem þegar hafa verið tekin og kveða á um að vextir breytist ársfjórðungslega.

Vextir verðtryggðra lána með föstum vöxtum eru í dag frá 3,75% og vextir óverðtryggðra lána með föstum vöxtum til þriggja ára í senn eru frá 5,90%.