Frétt

Hækkun á framlagi atvinnurekanda í lífeyrissjóði

Hækkun á framlagi atvinnurekanda í lífeyrissjóði

Samkvæmt SALEK samkomulagi aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands og fleiri við Samtök atvinnulífsins frá 21. janúar sl. hækkar mótframlag launagreiðanda í lífeyrissjóð úr 8% í 8,5% af launum frá og með júlí launum 2016. Mótframlagið mun skv. samkomulaginu svo hækka um 1,5% af launum þann 1. júlí 2017 og aftur um 1,5% þann 1. júlí 2018 og verður þá alls 11,5%.

Hjá sjóðfélögum Frjálsa lífeyrissjóðsins sem fá hærra mótframlag í takt við fyrrgreint samkomulag mun hækkunin greiðast í frjálsa séreign sjóðfélaga sem er laus til útborgunar eftir 60 ára aldur.