Frétt

Niðurstaða ársfundar Frjálsa lífeyrissjóðsins

Niðurstaða ársfundar Frjálsa lífeyrissjóðsins

Ársfundur Frjálsa lífeyrissjóðsins var haldinn 26. maí sl. Á fundinum var m.a. kynnt skýrsla stjórnar og ársreikningur sjóðsins og kom m.a. fram að árið 2015 hefði verið eitt besta ár sjóðsins þegar horft væri til nokkurra þátta í rekstri hans.

Kosning stjórnarmanna

Á fundinum var kosið um tvo stjórnarmenn til tveggja ára. Réttkjörin voru þau Ásgeir Thoroddsen og Anna Sigríður Halldórsdóttir. Tveir sjóðfélagar skiluðu inn framboðum í varastjórn og eru því sjálfkjörnir, þau Selma Svavarsdóttir og Tryggvi Þór Herbertsson.

Tillögur um breytingar á samþykktum

Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins voru samþykktar samhljóða, sjá skjal hér fyrir neðan.

Stjórnarlaun

Samþykkt var að mánaðarlaun stjórnarmanna yrðu 150.000 kr. og tvöföld til stjórnarformanns.

Endurskoðandi sjóðsins

Samþykkt var að Deloitte ehf. yrði endurskoðandi sjóðsins.

Ávarp stjórnarformanns

 

Glærur ársfundarins