Frétt

Framboð til stjórnar á ársfundi

Framboð til stjórnar á ársfundi

Frestur til að skila inn framboði í stjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins fyrir ársfund rann út 19. maí sl. Á ársfundinum 26. maí nk. verður kosið um tvo aðalmenn til tveggja ára og tvo varamenn til eins árs.

Eftirtaldir hafa skilað inn framboðum í aðalstjórn:

  • Anna Sigríður Halldórsdóttir, hagfræðingur. Sérfræðingur hjá Hagstofu Íslands og stjórnarmaður í Frjálsa lífeyrissjóðnum.
  • Ásgeir Thoroddsen lögfræðingur. Lögmaður og stjórnarformaður í Frjálsa lífeyrissjóðnum.
  • Ingvi Þór Georgsson, viðskiptafræðingur og MSc í Alþjóðaviðskiptum. Starfsmaður í upplýsinga- og kynningarmálum hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi.

Tveir skiluðu inn framboðum í varastjórn og eru þeir því sjálfkjörnir:

  • Selma Svavarsdóttir, MBA. Verkefnastjóri á starfsmannasviði Landsvirkjunar.
  • Tryggvi Þór Herbertsson, dr. í hagfræði. Fjármála- og rekstrarráðgjafi.