Frétt

Minni pappír – betra umhverfi

Minni pappír – betra umhverfi

Sjóðfélagar Frjálsa lífeyrissjóðsins eiga kost á því að afþakka heimsend yfirlit þar sem hægt er að nálgast þau í Netbanka Arion banka. Þeir sjóðfélagar, sem afþökkuðu að fá heimsend yfirlit fyrir 1. júní sl., áttu möguleika á því að vinnan nýjan Ipad. Heimir Erlingsson var dreginn út og fékk hann því Ipadinn í sinn hlut. 

Heimir Erlingsson t.v. tekur við Ipadinum úr hendi Arnaldar Loftssonar framkvæmdastjóra Frjálsa lífeyrissjóðsins.

Kunni vel að meta ráðstöfun iðgjalda í séreignarsjóð

Heimir hefur verið sjóðfélagi í Frjálsa lífeyrissjóðnum frá því árið 1995. Þá skipti hann um starf og hafði kost á að velja sér lífeyrissjóð. Aðspurður leist honum best á Frjálsa lífeyrissjóðinn einkum vegna þess að iðgjöldum er ráðstafað í séreignarsjóð sem myndar erfanlega eign fyrir hann.

Ávallt hægt að afþakka heimsend yfirlit

Sjóðfélagar geta ávallt afþakkað heimsend yfirlit hafi þeir aðgang að Netbanka Arion banka en auðvelt er að hafa yfirsýn yfir hreyfingar og stöðu lífeyrissparnaðar í netbankanum. Til að fá aðgang að honum þarf ekki að vera í viðskiptum við Arion banka; það dugar að vera sjóðfélagi í Frjálsa lífeyrissjóðnum. Í netbankanum er hægt að afþakka heimsend yfirlit. Frjálsi lífeyrissjóðurinn hvetur sjóðfélaga til að nýta sér þennan valkost en það er bæði þægilegt og umhverfisvænt!