Frétt

Fjárfestingarstefna Frjálsa lífeyrissjóðsins 2015

Fjárfestingarstefna Frjálsa lífeyrissjóðsins 2015

Stjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins hefur lokið við gerð fjárfestingarstefnu fyrir árið 2015. Hver fjárfestingarleið sjóðsins hefur sína eigin fjárfestingarstefnu sem segir til um markmið leiðanna um eignasamsetningu í einstaka flokkum. Helsta breytingin á fjárfestingarstefnu milli ára er að vægi hlutabréfa og innlána í fjárfestingarstefnu eykst. Fjárfestingarstefnan ræður mestu um hver ávöxtun leiðanna verður og eru sjóðfélagar hvattir til að kynna sér hana hér.

Fjárfestingarstefnur fjárfestingarleiðanna eru misáhættumiklar til að mæta ólíkum þörfum sjóðfélaga. Við val á fjárfestingarleið er m.a. ráðlegt að huga að því hve langt er í útgreiðslu, eignastöðu og viðhorfi til áhættu. Ekki er hægt að segja til um hvaða fjárfestingarleið muni skila hæstu ávöxtun þegar horft er til framtíðar. Þó er almennt talið að hlutabréf ættu að gefa hærri ávöxtun en skuldabréf til lengri tíma en að sama skapi eru þá meiri líkur á sveiflum í ávöxtun. Ráðlegt er að draga úr áhættu eftir því sem sjóðfélagar eldast. Fjárfestingarleiðir sjóðsins eru fjórar auk Ævilínu en samkvæmt henni færist inneign sjálfkrafa á milli fjárfestingarleiða og þannig minnkar áhætta eignasafnsins eftir aldri.