Frétt

Athugsemd við umfjöllun í fjölmiðlum á áhrifum séreignarsparnaðar á greiðslur Tryggingastofnunar

Athugsemd við umfjöllun í fjölmiðlum á áhrifum séreignarsparnaðar á greiðslur Tryggingastofnunar

Í Morgunblaðinu og á mbl.is í dag er haft eftir formanni Landssambands eldri borgara að eftir 67 ára aldurinn geti séreignarsparnaður haft áhrif á tekjur þeirra frá Tryggingastofnun. Einnig kom fram að það kæmi til skerðingar á öðrum lífeyri ef fólk á lífeyrissparnað og hefði af honum fjármagnstekjur. 

Sjá nánar hér.

Rétt er að taka fram að ávöxtun séreignarsparnaðar skerðir ekki greiðslur frá Tryggingastofnun og útgreiðsla séreignarsparnaðar skerðir ekki greiðslur frá Tryggingastofnun að undanskilinni svokallaðri framfærsluuppbót.