Ársfundur

Ársfundur Frjálsa verður haldinn fimmtudaginn 10. júní 2021 kl. 17:15 í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19.*

 
Allir sjóðfélagar eru velkomnir á fundinn en einnig verður hægt að fylgjast með fundinum í gegnum vefstreymi.

Sjóðfélagar þurfa að skrá mætingu á fundinn hér fyrir neðan vegna sóttvarnareglna. Þeir sem vilja fylgjast með í gegnum vefstreymi þurfa að skrá sig fyrir kl. 17:00 og munu þeir fá sendan hlekk á vefstreymið skömmu fyrir fundinn.

Sjóðfélagar eru minntir á að taka með sér skilríki með mynd og hvattir til að mæta tímanlega. Grímuskylda er á fundinum vegna sóttvarnareglna.

* Fundarstaður er birtur með fyrirvara um breytingar vegna samkomutakmarkana. Ef fundarstað verður breytt verður það auglýst á vefsíðu sjóðsins og í dagblöðum.

Dagskrá

  1. Skýrsla stjórnar
  2. Kynning ársreiknings
  3. Kosning stjórnar og varamanna
  4. Tryggingafræðileg athugun
  5. Fjárfestingarstefna sjóðsins
  6. Kjör endurskoðanda
  7. Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins
  8. Laun stjórnarmanna
  9. Önnur mál

Skráning á ársfund eða vefstreymi

 

Upplýsingaefni

 

Samkvæmt samþykktum Frjálsa skal stjórn sjóðsins skipuð sjö sjóðfélögum og þremur til vara, kosnum af sjóðfélögum. Þá geta frambjóðendur til aðalstjórnar kosið að gefa einnig kost á sér í varastjórn.

Sjálfkjörið er í aðalstjórn og varastjórn. Sjá nánar hér .

Ef sjóðfélagi getur ekki mætt á fundinn getur viðkomandi veitt öðrum einstaklingi skriflegt umboð til að fara með atkvæðisrétt sinn. 

Mælst er til þess að form sjóðsins hér fyrir neðan sé notað.

Umboð fyrir ársfund Frjálsa lífeyrissjóðsins

Atkvæðamagn sjóðfélaga fer eftir inneign þeirra í séreignarsjóði við næstliðin mánaðamót og hlutfallslegri inneign í tryggingadeild við næstliðin áramót. 

Frambjóðendur 

Upplýsingasíða fyrir frambjóðendur er aðgengileg hér fyrir neðan.

Opna upplýsingasíðu fyrir frambjóðendur

Nánari upplýsingar um fyrirkomulag fundarins er að finna í reglum stjórnar Frjálsa lífeyrissjóðsins um framkvæmd ársfundar og rafræna atkvæðagreiðslu til stjórnar.