Ársfundur

og rafræn kosning í stjórn

Ársfundur Frjálsa verður haldinn mánudaginn 23. maí nk. kl. 17:15 í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19.

 
Allir sjóðfélagar eru velkomnir á fundinn en einnig verður hægt að fylgjast með fundinum í gegnum vefstreymi.

Þeir sem vilja fylgjast með í gegnum vefstreymi þurfa að skrá sig fyrir kl. 17:00 á ársfundardegi og munu þeir fá sendan hlekk á vefstreymið skömmu fyrir fundinn.

Sjóðfélagar eru minntir á að taka með sér skilríki með mynd og hvattir til að mæta tímanlega.

Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins verða birtar á vef sjóðsins tveimur vikum fyrir ársfund.

Boðið verður upp á rafræna kosningu til stjórnar, sjá hér.

Upplýsingar um stjórnarkosningarnar og framboðsfrest má finna hér.

Dagskrá

  1.   Skýrsla stjórnar
  2.   Kynning ársreiknings
  3.   Stjórnarkjör
  4.   Tryggingafræðileg athugun
  5.   Fjárfestingarstefna sjóðsins
  6.   Kosning endurskoðanda
  7.   Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins
  8.   Laun stjórnarmanna
  9.   Önnur mál

Skráning á ársfund eða vefstreymi

Upplýsingaefni

 

Stjórn Frjálsa skal skipuð sjö sjóðfélögum og þremur til vara, kosnum af sjóðfélögum. Þá geta frambjóðendur til aðalstjórnar kosið að gefa einnig kost á sér í varastjórn til vara.

Boðið verður upp á rafræna og skriflega kosningu í stjórn. Rafræn kosning fer fram frá kl. 12:00 á hádegi sunnudaginn 15. maí 2022 til kl. 12:00 á hádegi sunnudaginn 22. maí 2022. Skrifleg kosning fer fram á fundinum sjálfum.

Þrír aðalmenn verða kjörnir til þriggja ára en sjálfkjörið er í varastjórn.

Framboð til stjórnar þarf að liggja fyrir eigi síðar en 14 dögum fyrir ársfund, 9. maí 2022. Senda skal tilkynningu um framboð auk nauðsynlegra gagna á netfangið arsfundur@frjalsi.is.

Á þessum ársfundi rennur út kjörtímabil Elíasar Jónatanssonar, Elínar Þórðardóttur og Jóns Guðna Kristjánssonar í aðalstjórn og Sigurðar H. Ingimarssonar í varastjórn. Auk þess sögðu Helga Jóhanna Oddsdóttir og Ingi Rafn Sigurðsson sig úr varastjórn sjóðsins á kjörtímabilinu og er því kosið um sæti þeirra.

Í ljósi samsetningar þeirra fjögurra stjórnarmanna sem sitja áfram er ljóst að í kosningu aðalmanna til stjórnar skal a.m.k. einn af hvoru kyni taka sæti í stjórninni. Úrslit í stjórnarkosningu víkja fyrir kynjareglunni.

Fimm skiluðu inn framboðum í aðalstjórn og eru þeir í stafrófsröð:

Þrír skiluðu inn framboðum í varastjórn og eru þeir í stafrófsröð:

Þar sem frambjóðendur hafa óskað eftir að bjóða sig fram til mislangs tíma, þ.e. Haraldur til þriggja ára, Sigurður til tveggja ára og Lilja til eins árs eru þau sjálfkjörin í varastjórn Frjálsa.

Smelltu hér til að kjósa rafrænt  

Sjóðfélagar geta kosið í stjórn með rafrænum hætti. Rafræn kosning hefst kl. 12:00 á hádegi sunnudaginn 15. maí 2022 og stendur yfir til kl. 12:00 á hádegi sunnudaginn 22. maí 2022.

Neðst á þessari síðu er tengill á kosningavef.

Sjóðfélagi skráir sig inn með rafrænum skilríkjum eða með íslykli.

Sjóðfélagi getur endurtekið og breytt kosningu að vild á meðan rafræn kosning er opin. Síðasta rafræna kosning sjóðfélaga er sú sem gildir.

Í ljósi samsetningar þeirra fjögurra stjórnarmanna sem sitja áfram er ljóst að í kosningu aðalmanna til stjórnar skal a.m.k. einn af hvoru kyni taka sæti í stjórninni. Úrslit í stjórnarkosningu víkja fyrir kynjareglunni.

Fimm skiluðu inn framboðum í aðalstjórn og eru þeir í stafrófsröð:

Sjóðfélagi, sem greitt hefur atkvæði með rafrænum hætti, hvort sem er í aðalstjórn, varastjórn eða hvort tveggja, getur ekki greitt atkvæði um stjórnarkjör á ársfundinum sjálfum. Til dæmis ef sjóðfélagi greiðir atkvæði með rafrænum hætti í aðalstjórn þá getur hann hvorki greitt atkvæði til aðalstjórnar né varastjórnar á ársfundinum sjálfum. Samanlögð niðurstaða rafrænnar og skriflegrar kosningar verður kynnt á ársfundinum.

Athugið, þar sem frambjóðendur til varamanna hafa óskað eftir að bjóða sig fram til mislangs tíma er sjálfkjörið í varastjórn.

Kjör endurskoðanda, kosning um tillögur um breytingar á samþykktum og laun stjórnarmanna munu fara fram skriflega á ársfundinum.

Umboð eru ekki heimil í rafrænni kosningu en heimil í skriflega hluta kosninganna á ársfundinum sjálfum.

SMELLTU HÉR TIL AÐ KJÓSA  -  Kosning opnar kl.12:00 sunnudaginn 15. maí.

Frekari aðstoð er hægt að fá hjá lífeyrisráðgjafa í síma 444-6090.

Þeir sem vilja fylgjast með í gegnum vefstreymi þurfa að skrá sig fyrir kl. 17:00 á ársfundardegi og munu þeir fá sendan hlekk á vefstreymið skömmu fyrir fundinn.

Til upplýsinga verður ársfundur Frjálsa lífeyrissjóðsins tekinn upp í hljóði og mynd. Sjóðfélagar, fulltrúar þeirra sem og aðrir þátttakendur geta því komið fram á slíkum upptökum. Upptökurnar fara fram og eru varðveittar í þeim tilgangi að skrá viðburðinn. Framkvæmd upptöku og varðveisla hennar felur í sér vinnslu persónuupplýsinga og er hún byggð á grundvelli lögmætra hagsmuna sjóðsins. Nánar upplýsingar um meðferð Frjálsa á persónuupplýsingum og réttindi þín má finna í persónuverndarstefnu sjóðsins.

Ef sjóðfélagi getur ekki mætt á ársfundinn getur viðkomandi veitt öðrum einstaklingi skriflegt umboð til að fara með atkvæðisrétt sinn.

Umboð eru ekki heimil í rafrænni kosningu.

Mælst er til þess að form sjóðsins hér fyrir neðan sé notað.

Umboð fyrir ársfund Frjálsa lífeyrissjóðsins 2022

Umboð fyrir ársfund Frjálsa lífeyrissjóðsins 2022 – rafræn skilríki

Ofangreint umboð sem er undirritað með rafrænum skilríkjum sendist sjálfkrafa til sjóðsins og er útprentun umboðsins óþörf. Umboðsgjafi fær tölvupóst með umboðinu sem hann getur áframsent til umboðshafa honum til upplýsinga um að umboð hafi verið veitt.

Atkvæðamagn sjóðfélaga fer eftir inneign þeirra í séreignarsjóði við næstliðin mánaðamót og hlutfallslegri inneign í tryggingadeild við næstliðin áramót. Stjórnarmenn eru kosnir með meirihlutakosningu. Ef sjóðfélagi kýs einn frambjóðanda fara öll atkvæði sjóðfélaga til þess frambjóðanda. Ef merkt er við tvo eða fleiri fá þeir öll atkvæði sjóðfélagans óskipt.

Nánar er fjallað um fyrirkomulag kosninga í reglum Frjálsa lífeyrissjóðsins um framkvæmd ársfundar og rafræna atkvæðagreiðslu til stjórnar.

Frambjóðendur 

Upplýsingasíða fyrir frambjóðendur er aðgengileg hér fyrir neðan.

Opna upplýsingasíðu fyrir frambjóðendur

Nánari upplýsingar um fyrirkomulag fundarins er að finna í reglum stjórnar Frjálsa lífeyrissjóðsins um framkvæmd ársfundar og rafræna atkvæðagreiðslu til stjórnar.