Frétt

Niðurstöður ársfundar Frjálsa

Niðurstöður ársfundar Frjálsa

Ársfundur Frjálsa lífeyrissjóðsins var haldinn í höfuðstöðvum Arion banka 11. júní sl. en sjóðfélagar gátu einnig fylgst með fundinum í gegnum beint streymi. Þetta var í fyrsta sinn sem boðið var upp á streymi frá ársfundinum.

Á fundinum var kynnt skýrsla stjórnar, ársreikningur sjóðsins, niðurstöður tryggingafræðilegrar athugunar og fjárfestingarstefna. Jafnframt voru breytingartillögur á samþykktum sjóðsins lagðar fram.

Kosning stjórnarmanna

Sjálfkjörið var í aðalstjórn og varastjórn á fundinum.

Stjórnarmenn sem voru sjálfkjörnir í aðalstjórn til þriggja ára

  • Ásdís Eva Hannesdóttir
  • Magnús Pálmi Skúlason

Stjórnarmenn sem voru sjálfkjörnir í varastjórn

  • Ingi Rafn Sigurðsson til þriggja ára
  • Sigurður H. Ingimarsson til eins árs

Tillögur


Breytingartillögur stjórnar á samþykktum sjóðsins voru samþykktar nema tillögur 1.b., 1.e., 2.a. og 2.b. Stjórn sjóðsins dró tillögu 1.d. tilbaka á fundinum.

Tillaga stjórnar um stjórnarlaun var samþykkt

KPMG var endurkjörinn endurskoðandi sjóðsins.

Gögn ársfundar


Ávarp stjórnarformanns

Kynning ársreiknings

Aðrar glærur ársfundar