FréttirFrettirTrueFalseFalseFalse/forsida/um-sjodinn/frettir/Um sjóðinnUm-sjodinnTrueFalseFalseFalse/default.aspx?PageID=b1b8d882-dd1f-11e8-9478-d8d385b7cb54
Um sjóðinn

14.12.2017 20:06

Leiðrétting á rangfærslum í blaðagrein

Í grein eftir Hróbjart Jónatansson hæstaréttarlögmann, sem birtist í Morgunblaðinu 11. desember 2017 undir yfirskriftinni Enn af “frjálsa” lífeyrissjóðnum, eru nokkrar rangfærslur sem rétt er að leiðrétta:

  1. Ásgeir Thoroddsen hefur verið kjörinn í stjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins á ársfundi hans frá því árið 2009. Hann er því ekki skipaður í stjórnina af Arion banka eins og fullyrt er í greininni.
     
  2. Frjálsi lífeyrissjóðurinn á viðskipti með einstök verðbréf við aðrar miðlanir en Arion banka og hefur hlutdeild þeirra í slíkum viðskiptum verið um 70% á árinu 2017. Þá hefur Frjálsi lífeyrissjóðurinn einnig fjárfest í fjölmörgum sjóðum og verkefnum með rekstrarfélögum og öðrum fjármálafyrirtækjum sem ekki tengjast Arion banka. Það er því rangt að halda því fram að “samstarf sjóðsins við aðrar fjármálastofnanir en Arion banka”, sé útilokað eins og haldið er fram í greininni. Sjóðnum er á engan hátt “varnað” að eiga viðskipti við önnur fjármálafyrirtæki en Arion banka, eins og fullyrt er af greinarhöfundi. Á vef sjóðsins er birt sundurliðun yfir allar fjárfestingar sjóðsins og eru þær uppfærðar ársfjórðungslega.
     
  3. Rekstrarsamningur milli Frjálsa lífeyrissjóðsins og Arion banka er ekkert einsdæmi eins og látið er að liggja í umræddri grein. Tveir lífeyrissjóðir útvista rekstri og eignastýringu til Landsbankans og fjórir til Arion banka.
     
  4. Í greininni er fjallað um þau verðlaun sem Frjálsi lífeyrissjóðurinn hefur unnið í IPE verðlaunasamkeppni lífeyrissjóða og fullyrt að slíkar vegtyllur megi „kaupa fyrir hæfilegt verð og eru ekki gæðastimpill sem mark er á takandi“. Gildi lífeyrissjóður og Almenni lífeyrissjóðurinn og fjölmargir erlendir lífeyrissjóðir geta vitnað um það með Frjálsa lífeyrissjóðnum að verðlaun á þeim vettvangi eru ekki keypt. Um 100 dómarar sjá um að finna sigurvegara í fjölmörgum verðlaunaflokkum, bæði landaverðlaun og þemaverðlaun. Nánari upplýsingar um IPE verðlaunin er að finna á vefsíðu IPE.

Til baka


18.09.2018 09:17

Sjóðfélagayfirlit

25.09.2017 16:57

Sjóðfélagayfirlit

07.07.2017 15:07

Hækkun mótframlags

03.04.2017 10:28

Yfirlit sjóðfélaga

10.10.2016 14:51

Yfirlit sjóðfélaga

09.10.2014 11:24

Frjalsi.is - nýtt lén

17.09.2014 13:37

Lánareglur rýmkaðar

12.06.2014 16:01

Ársfundargerð 2014

27.01.2014 12:39

Ávöxtun 2013

31.10.2013 12:07

Ný lög um neytendalán

14.05.2013 11:57

Ársfundargerð 2013

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur. Lesa meira