Um Frjálsa lífeyrissjóðinn  

Frjálsi lífeyrissjóðurinn ávaxtar skyldulífeyrissparnað, viðbótarlífeyrissparnað og tilgreinda séreign auk þess að bjóða upp á hagstæð lán til sjóðfélaga.Sjóðurinn er opinn öllum og því góður valkostur fyrir þá sem geta valið sér lífeyrissjóð. 

 • Skyldulífeyrissparnaður tryggir sjóðfélögum ellilífeyri til æviloka auk þess að veita þeim tryggingu sem ver þá og fjölskyldur þeirra fyrir tekjumissi vegna örorku og andláts. Skyldulífeyrissparnaður Frjálsa lífeyrissjóðsins sameinar kosti samtryggingar og séreignar með því að tryggja lágmarksellilífeyri úr samtryggingu en hefur að auki þann kost að hluti skylduiðgjalda fer í erfanlega séreign en um hana gilda sveigjanlegri útgreiðslureglur.
 • Viðbótarlífeyrissparnaður er hagkvæm leið til sparnaðar. Upphaflega var markmiðið með viðbótarlífeyrissparnaði einkum að auka fjárhagslegt frelsi eftir sextugt, en í dag er m.a. hægt að nýta hann skattfrjálst til kaupa á fyrstu fasteign.
 • Tilgreind séreign er í boði fyrir sjóðfélaga annarra lífeyrissjóða.
 • Lánaúrval sjóðsins er fjölbreytt.

Frjálsi lífeyrissjóðurinn – margverðlaunaður sjóður

Undanfarin ár hefur Frjálsi lífeyrissjóðurinn tekið þátt í keppni á vegum Investment Pension Europe (IPE), eins virtasta fagtímarits Evrópu um lífeyrismál. Árlega veitir IPE þeim lífeyrissjóðum verðlaun sem að mati sérfræðinga tímaritsins hafa skarað fram úr í sínu heimalandi og í Evrópu.

 • 2017 besti lífeyrissjóður Evrópu meðal þjóða með færri en eina milljón íbúa 
 • 2016 besti lífeyrissjóður Evrópu meðal þjóða með færri en eina milljón íbúa
 • 2015 besti lífeyrissjóður í Evrópu í sínum stærðarflokki 
 • 2014 besti lífeyrissjóður Evrópu í sínum stærðarflokki 
 • 2014 besti lífeyrissjóður Evrópu meðal þjóða með færri en eina milljón íbúa
 • 2014 besti fagfjárfestir í fasteignafjárfestingum í flokknum „Rest of Europe“ (40 lönd Evrópu)
 • 2013 besti lífeyrissjóður Evrópu meðal þjóða með færri en eina milljón íbúa
 • 2013 næstbesti lífeyrissjóður í Evrópu í sínum stærðarflokki
 • 2012 næstbesti lífeyrissjóður Evrópu meðal þjóða með færri en eina milljón íbúa
 • 2011 besti lífeyrissjóður á Íslandi
 • 2011 næstbesti lífeyrissjóður Evrópu meðal þjóða með færri en eina milljón íbúa
 • 2010 besti lífeyrissjóður á Íslandi
 • 2009 besti lífeyrissjóður á Íslandi
 • 2009 næstbesti lífeyrissjóður Evrópu meðal þjóða með færri en eina milljón íbúa
 • 2009 næstbesti lífeyrissjóður í Evrópu í sínum stærðarflokki 
 • 2005 besti evrópski lífeyrissjóðurinn í þemaflokknum Uppbygging lífeyrissjóða

Jafnframt var sjóðurinn valinn lífeyrissjóður ársins á Íslandi árið 2014 af fagtímaritinu Acquisition International.

Í umsögn dómnefnda um Frjálsa lífeyrissjóðinn undanfarin ár hefur verið fjallað um góða ávöxtun sjóðsins við erfiðar markaðsaðstæður, fagleg vinnubrögð við mótun fjárfestingarstefnu, gagnsæi, uppbyggingu sjóðsins og nýja þjónustuþætti fyrir sjóðfélaga.

Frjálsi lífeyrissjóðurinn var stofnaður árið 1978, sjóðfélagar eru nú rúmlega 56 þúsund og nemur stærð sjóðsins rúmlega 212 milljörðum króna.

Saga sjóðsins

 • 1978 Frjálsi lífeyrissjóðurinn stofnaður
 • 1994 Lífeyrissjóðurinn Eining stofnaður
 • 1999 Lífeyrissjóður leikara sameinast Lífeyrissjóðnum Einingu
 • 1999 Lífeyrissjóður iðnaðarmanna á Suðurnesjum sameinast Lífeyrissjóðnum Einingu
 • 1999 FISK - Félag íslenskra stjórnunarstarfsmanna á Keflavíkurflugvelli sameinast Lífeyrissjóðnum Einingu
 • 2002 Lífeyrissjóðurinn Eining sameinast Frjálsa lífeyrissjóðnum
 • 2004 Séreignalífeyrissjóðurinn sameinast Frjálsa lífeyrissjóðnum
 • 2006 Lífeyrissjóður Bolungarvíkur sameinast Frjálsa lífeyrissjóðnum
 • 2010 Séreign sjóðfélaga úr Séreignarsjóði Lífís flyst í Frjálsa lífeyrissjóðinn
 • 2015 Séreign sjóðfélaga úr Séreignardeild LSS flyst í Frjálsa lífeyrissjóðinn
 • 2017 Tryggingaleið Frjálsa lífeyrissjóðsins lögð niður

Rekstraraðilar sjóðsins

 • Fjárfestingarfélag Íslands 
 • Scandia á Íslandi
 • Fjárvangur
 • Frjálsi fjárfestingarbankinn
 • Kaupþing, nú Arion banki

Frjálsi lífeyrissjóðurinn var upphaflega án skuldbindinga frá ríkisvaldinu og er einn fyrsti lífeyrissjóðurinn sem stofnaður er utan stigasöfnunar. Allar greiðslur sem í hann runnu mynduðu séreign og voru sjóðfélagar ekki bundnir af útgreiðslureglum. Með tilkomu laga nr. 129/1997 var sjóðurinn svo skyldaður til þess að koma á tryggingadeild og standa undir lágmarkstryggingavernd. 

Frjálsi lífeyrissjóðurinn er aldurstengdur lífeyrissjóður sem reiknar réttindi út frá réttindatöflum. Allar greiðslur sem bárust í sjóðinn fyrir 1. júlí 1999 runnu í frjálsa séreign, en greiðslur sem borist hafa í sjóðinn eftir þann tíma renna í þá samtryggingarleið sem sjóðfélagi hefur valið.

Í dag eru tvær samtryggingarleiðir og fjórar fjárfestingarleiðir auk Ævilínu í boði í Frjálsa lífeyrissjóðnum. Með þessu fjölbreytta úrvali leiða ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Skyldulífeyrissparnaður

 • Allir starfandi einstaklingar á aldrinum 16 til 70 ára eiga að greiða í lífeyrissjóð.
 • Skylduiðgjald er 12% af launum fyrir skatt og skiptist almennt í 4% framlag launþega og 8% framlag launagreiðanda.
 • Sjálfstæðir atvinnurekendur greiða hvort tveggja þ.e. 12%.
 • Þú getur valið þér lífeyrissjóð svo framarlega sem kjarasamningur eða ráðningarsamningur sem þú ert aðili að kveður ekki á um annað.  
 • Frjálsi lífeyrissjóðurinn sameinar kosti séreignar og samtryggingar og er góður kostur fyrir þá sem hafa val um hvar þeir ávaxta sinn skyldulífeyrissparnað.
 • Sjálfstæðir atvinnurekendur hafa frjálst val um lífeyrissjóð en aðrir ættu að hafa samband við samtök vinnuveitenda eða stéttarfélag sitt til að fá upplýsingar um gildandi kjarasamninga.

Nánar um skyldulífeyrissparnað.

 

Viðbótarlífeyrissparnaður

Ef þú leggur fyrir 2% af launum í viðbótarlífeyrissparnað færð þú 2% mótframlag frá launagreiðanda samkvæmt flestum kjarasamningum.

Ekki verða af mótframlaginu - byrjaðu að spara strax í dag!

Þú hefur frjálst val um hvert þú greiðir þinn viðbótarlífeyrissparnað - Frjálsi lífeyrissjóðurinn er opinn öllum.  

Nánar um viðbótarlífeyrissparnað.

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur. Lesa meira