Spurt og svaraðSpurt og svarað fyrir launagreiðendurSpurt-og-svaradTrueFalseFalseFalse/forsida/launagreidendur/spurt-og-svarad/LaunagreiðendurLaunagreidendurTrueFalseFalseFalse/default.aspx?PageID=96e1a912-dd1f-11e8-9478-d8d385b7cb54
Launagreiðendur

Spurt og svarað fyrir launagreiðendur

 • 1. Hvar get ég fundið nánari upplýsingar um Mínar síður - launagreiðendavefur og aðra þjónustu?
  Hér eru nánari upplýsingar um Mínar síður - launagreiðendavefur ásamt upplýsingum um þjónustustaði og þjónustuleiðir Frjálsa lífeyrissjóðsins.
 • 2. Hvað er iðgjald í skyldulífeyrissparnað hátt?

  Skyldulífeyrissparnaður allra starfandi einstaklinga á aldrinum 16-70 ára skal nema 12% af launum fyrir skatt, samkvæmt lögum. Framlag launþega 4% og mótframlag launagreiðanda 8%. Sjálfstæðir atvinnurekendur greiða hvort tveggja og er heildarframlag þeirra því 12%. Hins vegar skal skyldulífeyrissparnaður þeirra sem starfa á samningssviði ASÍ og SA nema 14% af launum fyrir skatt, samkvæmt kjarasamningum. Framlag launþega 4% og mótframlag launagreiðanda 10%. Sjálfstæðum atvinnurekendum er frjálst en ekki skylt að greiða mótframlag samkvæmt þessu. Þessi hækkun er liður í því að stuðla að jöfnun lífeyrisréttinda opinbera og almenna vinnumarkaðarins og mun mótframlag launagreiðenda hækka enn frekar eða í 11,5% þann 1. júlí 2018, heildarframlagið verður þá alls 15,5%. Um helmingur sjóðfélaga Frjálsa lífeyrissjóðsins fá greitt mótframlag samkvæmt lögum en um helmingur taka mið af kjarasamningum ASÍ og SA og fá greitt hærra mótframlag. Launþegi og launagreiðandi semja stundum um hærra mótframlag, sjá Má launagreiðandi greiða hærra en hefðbundið mótframlag? Loks er vakin er athygli á greininni Einyrkjar hafa meira frelsi en launafólk.

 • 3. Hvað er iðgjald í viðbótarlífeyrissparnað hátt?

  Til viðbótar við skyldulífeyrissparnað geta launþegar lagt fyrir allt að 4% af launum í viðbótarlífeyrissparnað og fá 2% mótframlag frá launagreiðanda samkvæmt flestum kjarasamningum. Sjálfstæðir atvinnurekendur greiða hvort tveggja og er heildarframlag þeirra því almennt 6%. Launþegi og launagreiðandi semja stundum um hærra mótframlag, sjá Má launagreiðandi greiða hærra en hefðbundið mótframlagLoks er vakin er athygli á greininni Einyrkjar hafa meira frelsi en launafólk.

 • 4. Af hvaða tekjum er greitt?

  Iðgjald er greitt af öllum launatekjum, að frátöldum ákv. hlunnindum, nánar í 3. gr. laga nr. 129/1997. Greiða skal í skyldulífeyrissparnað í lífeyrissjóð af atvinnuleysisbótum og fæðingarorlofsgreiðslum. Það er hins vegar val launþega hvort hann greiðir viðbótarlífeyrissparnað, hægt er að taka tímabundið hlé. Vinnumálastofnun og Fæðingarorlofssjóður greiða ekki mótframlag í viðbótarlífeyrissparnað

 • 5. Hvenær eru gjalddagi og eindagi?

  Gjalddagi er 10. dagur næsta mánaðar eftir launatímabili og eindagi síðasti dagur næsta mánaðar eftir launatímabili. Sem dæmi þá er gjalddagi vegna marsmánaðar 10. apríl og eindagi 30. apríl. Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga ef greitt er eftir eindaga.

 • 6. Af hverju þarf að skila inn skilagrein?

  Skilagrein þarf að fylgja greiðslu í lífeyrissjóð svo að ljóst sé hvernig bóka eigi greiðsluna þ.e. hve mikið er greitt fyrir hvern launþega og fyrir hvaða tímabil. Iðgjöld bera vexti frá og með þeim degi sem skilagrein berst, því er mikilvægt að skilagrein berist frá launagreiðanda samhliða greiðslu. Þegar um fastar mánaðarlegar greiðslur er að ræða, t.d. kröfuáskrift, þarf ekki að skila skilagrein.

 • 7. Hafa flestir val um lífeyrissjóð eða kveða kjarasamningar á um skylduaðild?

  Frjálsi lífeyrissjóðurinn er öllum opinn, svo framarlega sem kjarasamningur eða ráðningarsamningur sem launþegi er aðili að kveður ekki á um annað. Það er ekki skylduaðild að Frjálsa lífeyrissjóðnum. Sjálfstæðir atvinnurekendur hafa jafnan frjálst val um lífeyrissjóð og geta því greitt í Frjálsa lífeyrissjóðinn. Sama má segja um fjölmarga launþega. Frjálsi lífeyrissjóðurinn er einnig opinn þeim sem vilja leggja fyrir í viðbótarlífeyrissparnað, en allir hafa frjálst val um hvort og í hvaða sjóð þeir greiða viðbótarlífeyrissparnað. Kjarasamningar kveða hins vegar oft á um skylduaðild að lífeyrissjóði. Launagreiðendum er bent á að hafa samband við samtök vinnuveitenda eða stéttarfélög, til að fá upplýsingar um gildandi kjarasamninga launþega sinna, en í þeim ætti að koma fram hvort skylduaðild sé að ákveðnum lífeyrissjóði. Einnig geta verið sérstök ákvæði um aðild að lífeyrissjóðum í sumum ráðningarsamningum, þá hafa launagreiðandi og launþegi yfirleitt vitneskju um það.

 • 8. Hvernig er iðgjald greitt og skilagreinum skilað?
  Hægt er að velja um nokkrar leiðir til að greiða iðgjald og skila skilagreinum, sjá upplýsingar um skilagreinar og greiðslur.
 • 9. Hvernig er greiðslum tekjuskatts háttað?

  Það er ekki greiddur tekjuskattur af iðgjaldi við greiðslu í lífeyrissjóð, iðgjaldið er frádráttarbært frá skatti, svo að greiðslu tekjuskatts er frestað þar til kemur að útgreiðslu. Á bæði við um skyldulífeyrissparnað og viðbótarlífeyrissparnað.

 • 10. Hvaða greiðslumáta er mælt með fyrir sjálfstæða atvinnurekendur?

  Sjálfstæðir atvinnurekendur eru hvattir til að vera með fastar mánaðarlegar greiðslur í formi kröfuáskriftar í netbanka sem er mjög skilvirk og þægileg leið. Skilagreinar eru óþarfar þar sem upplýst er um fastar mánaðarlegar greiðslur fram í tímann. Nánar um skilagreinar.

 • 11. Hvar fást notendanafn og lykilorð vegna rafrænna skila í launakerfi?
  Þú velur þér sjálfur notendanafn og lykilorð ef launakerfið biður um það, sjóðurinn úthlutar því ekki.
 • 12. Hvernig er mótframlagi sjálfstæðra atvinnurekenda háttað?

  Sjálfstæðir atvinnurekendur geta lagt fyrir allt að 4% af reiknuðu endurgjaldi í viðbótarlífeyrissparnað og dregið frá skattskyldum tekjum líkt og launþegar. Til viðbótar geta þeir greitt sér mótframlag sem gjaldfærist í rekstri og myndar stofn til tryggingargjalds. Sjálfstæðir atvinnurekendur nýta sér gjarna heimild til greiðslu hærra mótframlags, sjá Má launagreiðandi greiða hærra en hefðbundið mótframlag? Loks er vakin er athygli á greininni Einyrkjar hafa meira frelsi en launafólk.

 • 13. Á að skila núllskilagrein ef upp koma launalaus tímabil?
  Já það er mikilvægt að skila inn núllskilagrein fyrir viðkomandi launþega, ef upp koma launalaus tímabil, til að koma í veg fyrir innheimtuaðgerðir að ástæðulausu.
 • 14. Á að segja skyldulífeyrissparnaði upp skriflega?

  Það er ekki skylda að segja skyldulífeyrissparnaði upp skriflega, en verður þó að teljast góð regla. Sendu tölvupóst á lifeyristhjonusta@arionbanki.is til að upplýsa lífeyrissjóðinn um að greiðslur hætti, til að koma í veg fyrir innheimtuaðgerðir að ástæðulausu. 

 • 15. Á að segja viðbótarlífeyrissparnaði upp skriflega?
  Já. Uppsagnarfrestur er 2 mánuðir. Sendu tölvupóst á lifeyristhjonusta@arionbanki.is til að fá sent uppsagnareyðublað.
 • 16. Á að bíða eftir staðfestingu vörsluaðila áður en greiðslur hefjast í nýjan sjóð?

  Þrátt fyrir að nýr samningur um viðbótarlífeyrissparnað ásamt uppsögn á samningi fyrri vörsluaðila hafi borist launagreiðanda, geta greiðslur í nýjan sjóð ekki hafist fyrr en fyrir liggur staðfest uppsögn frá fyrri vörsluaðila um að hann gefi frá sér samning, eða 2ja mánaða uppsagnarfrestur er liðinn.

 • 17. Hvað gerist ef skilagrein berst sjóðnum en engin greiðsla?

  Þegar skilagrein berst sjóðnum en engin greiðsla, þá er greiðanda sent greiðsluáskorunarbréf sem veitir 15 daga greiðslufrest á ógreidda skilagrein eftir eindaga. Krafa er mynduð ef hún er ekki þegar til staðar. Ef skilagrein er enn ógreidd 15 dögum eftir að greiðsluáskorun er send þá er hún send til frekari innheimtu til Motus. 

 • 18. Hvað gerist ef greiðsla berst of seint?

  Berist greiðsla of seint eru dráttarvextir reiknaðir frá gjalddaga til greiðsludags. Innborgun er tekin upp í. Á eftirstöðvar er stofnuð krafa og greiðsluáskorunarbréf er sent til greiðanda. 

 • 19. Hvað ef ég greiði aðeins hluta skylduiðgjalda í lífeyrissjóð fyrir launþega mína?

  Hafi launagreiðandi aðeins greitt hluta af skylduiðgjöldum í lífeyrissjóð fyrir launþega síðasta iðgjaldaár, þá sendir Frjálsi lífeyrissjóðurinn honum kröfu að beiðni RSK, haustið á eftir. 

 • 20. Hvað ef ég greiði ekki í lífeyrissjóð fyrir launþega mína?

  Hafi launagreiðandi ekki greitt nein skylduiðgjöld í lífeyrissjóð fyrir launþega síðasta iðgjaldaár, þá sendir Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda honum kröfu að beiðni RSK, haustið á eftir. Launagreiðandi getur óskað eftir að greiða kröfuna til Frjálsa lífeyrissjóðsins með því að hringja í 444 6500 eða senda tölvupóst á launagreidendur@arionbanki.is. Frestur til að óska eftir yfirtöku er almennt mánuður frá fyrsta bréfi.

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur. Lesa meira