Þú velur þá fjárfestingarleið sem hæfir best aldri þínum, áhættuþoli og viðhorfi til áhættu. Mikilvægt er að skoða allar leiðir til að geta tekið upplýsta ákvörðun. Úrval fjárfestingarleiða er fjölbreytt.
Sjóðfélagar geta sótt um lán til allt að 40 ára. Úrval lánamöguleika er fjölbreytt.
Sérfræðingar í Eignastýringu Arion banka sjá um daglega stýringu eigna. Markmið þeirra er að ávaxta fjármuni á sem hagkvæmastan hátt. Samstillt teymisvinna og þekking eru lykillinn að góðum árangri.
Skilvirk innheimtuþjónusta vegna vangreiddra iðgjalda af hálfu launagreiðanda, minnkar líkur á að dýrmæt inneign og lífeyrisréttindi þín tapist.
Ef þú leggur 2-4% af launum í sparnaðinn færðu almennt 2% mótframlag frá launagreiðanda þínum.
Þú getur nýtt skattfrjálsar útgreiðslur viðbótarlífeyrissparnaðar til kaupa á fasteign og til að greiða inn á fasteignalán.
Þú greiðir ekki fjármagnstekjuskatt eða erfðafjárskatt af viðbótarlífeyrissparnaði líkt og af öðrum sparnaði. Þú greiðir ekki tekjuskatt við innborgun en með því að greiða tekjuskattinn við útgreiðslu, geta möguleikar á nýtingu persónuafsláttar og skattþrepa aukist.
Við andlát erfist sparnaðurinn að fullu. Maki fær 2/3 og börn 1/3. Ef maki og börn eru ekki til staðar rennur séreign í dánarbú. Nánar í útgreiðslureglum.
Það er ekki hægt að ganga að viðbótarlífeyrissparnaði vegna fjárhagslegra skuldbindinga s.s. gjaldþrots.
Ábyrgðarsjóður launa ábyrgist vangreiddar greiðslur í viðbótarlífeyrissparnað við gjaldþrot launagreiðanda. Ábyrgðin takmarkast við 4% af launum sem fallið hafa í gjalddaga á síðustu 18 mánuðum fyrir úrskurðardag eða frestdag, sé það hagstæðara.
Skattfrjáls sparnaður sem launagreiðandi sér um að standa skil á.
Við inngöngu í Frjálsa lífeyrissjóðinn velur þú þá fjárfestingarleið fyrir séreign þína sem hæfir best aldri þínum, áhættuþoli og viðhorfi til áhættu, hvort sem um er að ræða skyldu- eða viðbótarlífeyrissparnað. Fjárfestingarleiðir Frjálsa lífeyrissjóðsins eru fjórar, auk Ævilínu.
Lífeyrisþjónusta Arion banka veitir faglega og skjóta þjónustu varðandi allt sem tengist lífeyrismálum í síma 444 7000 eða með tölvupósti á lifeyristhjonusta@arionbanki.is. Móttaka og þjónusta við sjóðfélaga er í næsta útibúi Arion banka. Vakin er athygli á því að lífeyrissjóðslán eru afgreidd í Höfðaútibúi, Bíldshöfða 20. Opið 9-16.
Reglulega eru send rafræn fréttabréf um Frjálsa lífeyrissjóðinn og aðra sjóði í reksti Arion banka. Þú getur skráð þig á póstlista.
Frjálsi lífeyrissjóðurinn býður upp á virka innheimtuþjónustu vegna vangreiddra iðgjalda af hálfu launagreiðanda, sem minnkar líkur á að dýrmæt inneign og lífeyrisréttindi þín tapist.