Frétt

Rafræn kosning í aðalstjórn Frjálsa hefst sunnudaginn 15. maí kl. 12:00

Rafræn kosning í aðalstjórn Frjálsa hefst sunnudaginn 15. maí kl. 12:00

Boðið verður upp á rafræna og skriflega kosningu í aðalstjórn Frjálsa í tengslum við ársfund sjóðsins 23. maí nk. Rafræn kosning fer fram frá kl. 12:00 á hádegi sunnudaginn 15. maí til kl. 12:00 á hádegi sunnudaginn 22. maí. Skrifleg kosning fyrir þá sem kjósa ekki rafrænt fer fram á ársfundinum sjálfum. Fimm eru í framboði um þrjú laus sæti til þriggja ára en sjálfkjörið er í varastjórn.

Í ljósi samsetningar þeirra fjögurra stjórnarmanna sem sitja áfram er ljóst að í kosningu aðalmanna til stjórnar skal a.m.k. einn af hvoru kyni taka sæti í stjórninni. Úrslit í stjórnarkosningu víkja fyrir kynjareglunni.

Smelltu hér til að kynna þér frambjóðendur í aðalstjórn og kjósa.