Frétt

Ávöxtun Frjálsa lífeyrissjóðsins frá áramótum

Ávöxtun Frjálsa lífeyrissjóðsins frá áramótum

Frjálsi lífeyrissjóðurinn býður upp á fjórar misáhættumiklar fjárfestingarleiðir sem gera sjóðfélögum fært að ráðstafa meirihluta skyldusparnaðar ásamt öllum viðbótarsparnaði í þá leið er hæfir viðhorfi og þoli viðkomandi gagnvart áhættu hverju sinni. Einnig er í boði að velja Ævilínu, en þá færist viðkomandi sjálfkrafa á milli fjárfestingarleiða eftir aldri. Sjóðfélagar geta jafnframt breytt um fjárfestingarleið hvenær sem er á Mínum síðum Frjálsa.

Nafnávöxtun fjárfestingarleiða Frjálsa fyrstu sex mánuði ársins var á bilinu 4,6% - 14,5%.

Frjálsi Áhætta sem er áhættumesta fjárfestingarleið sjóðsins skilaði 14,5% nafnávöxtun sem samsvarar 12,8% raunávöxtun á tímabilinu. Í Frjálsa Áhættu er hlutfall hlutabréfa og hlutabréfatengdra afurða hæst og má því búast við að langtímaávöxtun verði hærri en í öðrum leiðum en að sami skapi eru meiri líkur á sveiflum í ávöxtun.

Frjálsi 1 sem er stærsta, elsta og fjölmennasta leið sjóðsins skilaði 13,6% nafnávöxtun sem samsvarar 11,9% raunávöxtun á sama tíma.

Frjálsi 2 skilaði 9,0% nafnávöxtun á tímabilinu sem samsvarar 7,3% raunávöxtun. Í Frjálsa 2 er hlutfall skuldabréfa hátt og má því búast við að langtímaávöxtun verði jafnari en í Frjálsa 1.

Frjálsi 3 er áhættuminnsta fjárfestingarleið sjóðsins en stærsti hluti safnsins er í stuttum ríkistryggðum skuldabréfum og innlánum. Frjálsi 3 skilaði 4,6% nafnávöxtun sem samsvarar 3,0% raunávöxtun frá áramótum.

 

                            Nánar um ávöxtun Frjálsa       Skoða fjárfestingarstefnu Frjálsa