Frétt

Fjármálaráðuneytið staðfestir breytingar á samþykktum Frjálsa lífeyrissjóðsins

Fjármálaráðuneytið staðfestir breytingar á samþykktum Frjálsa lífeyrissjóðsins

Fjármálaráðuneytið hefur staðfest breytingar á samþykktum Frjálsa lífeyrissjóðsins sem samþykktar voru á ársfundi sjóðsins 13. maí sl. Nýjasta útgáfa samþykkta Frjálsa sem tekur gildi frá og með 1. ágúst 2019 er nú aðgengileg á vefsvæði sjóðsins hér.

Meðal helstu breytinga voru að samþykkt var að taka úr samþykktum sjóðsins nafn rekstraraðila, Arion banka, en stjórn gefin heimild til að gera rekstrarsamning við fjármálafyrirtæki eða annan hæfan aðila um daglegan rekstur sjóðsins. Jafnframt var samþykkt að hyggist stjórn gera breytingar á rekstrarfyrirkomulagi sjóðsins eða breyta vali á rekstraraðila skuli slík tillaga borin undir sjóðfélaga og öðlast aðeins gildi hljóti tillagan samþykki a.m.k. 2/3 hluta greiddra atkvæða, líkt og gildir um samþykktarbreytingar. Auk þessa var m.a. samþykkt að stjórn hafi heimild til að ákveða að stjórnarkjör og kosning um samþykktabreytingar fari fram með rafrænum hætti.