Frétt

Niðurstöður ársfundar Frjálsa lífeyrissjóðsins

Niðurstöður ársfundar Frjálsa lífeyrissjóðsins

Ársfundur Frjálsa lífeyrissjóðsins var haldinn 13. maí sl. og var vel sóttur. Á fundinum var kynnt skýrsla stjórnar, ársreikningur sjóðsins, niðurstöður tryggingafræðilegrar athugunar og fjárfestingarstefna. Jafnframt voru breytingartillögur á samþykktum sjóðsins lagðar fram.

Kosning stjórnarmanna
Á fundinum var kosið í aðalstjórn um þrjá stjórnarmenn til þriggja ára og tvo stjórnarmenn til tveggja ára. Jafnframt var kosið um þrjú sæti í varastjórn. Um tímamótakosningu var að ræða því með henni lauk skipun rekstraraðila í stjórn sjóðsins sem hefur verið við lýði frá stofnun sjóðsins 1978. Eru því allir núverandi stjórnarmenn kosnir af sjóðfélögum á ársfundi.

Kosin í aðalstjórn til þriggja ára
Elín Þórðardóttir
Elías Jónatansson
Jón Guðni Kristjánsson

Kosin í aðalstjórn til tveggja ára
Ásdís Eva Hannesdóttir
Magnús Pálmi Skúlason

Kosin í varastjórn
Hrafn Árnason til þriggja ára
Sigurður H. Ingimarsson til tveggja ára
Halldóra Elín Ólafsdóttir til eins árs

Tillögur
Breytingartillögur stjórnar á samþykktum sjóðsins voru samþykktar með minniháttar breytingum sem komu fram á fundinum.

Meðal helstu breytinga voru að samþykkt var að taka úr samþykktum sjóðsins nafn rekstraraðila, Arion banka, en stjórn gefin heimild til að gera rekstrarsamning við fjármálafyrirtæki eða annan hæfan aðila um daglegan rekstur sjóðsins. Jafnframt var samþykkt að hyggist stjórn gera breytingar á rekstrarfyrirkomulagi sjóðsins eða breyta vali á rekstraraðila skuli slík tillaga borin undir sjóðfélaga og öðlast aðeins gildi hljóti tillagan samþykki a.m.k. 2/3 hluta greiddra atkvæða, líkt og gildir um samþykktarbreytingar.

Auk þessa var m.a. samþykkt að stjórn hafi heimild til að ákveða að stjórnarkjör og kosning um samþykktabreytingar fari fram með rafrænum hætti.

Tillaga stjórnar um stjórnarlaun var samþykkt.

KPMG var kjörinn endurskoðandi sjóðsins.