Frétt

Frjálsi fær alþjóðlega viðurkenningu í 12. sinn

Frjálsi fær alþjóðlega viðurkenningu í 12. sinn

Frjálsi lífeyrissjóðurinn hefur verið valinn besti lífeyrissjóður Evrópuþjóða með færri en milljón íbúa þriðja árið í röð. Það er fagtímaritið Investment Pension Europe (IPE), sem er eitt virtasta tímarit Evrópu um lífeyrismál, sem stendur fyrir valinu á hverju ári. Þetta eru 12. verðlaun sem Frjálsi lífeyrissjóðurinn hefur fengið frá IPE frá árinu 2005 en það er mesti fjöldi verðlauna sem íslenskum lífeyrissjóði hefur hlotnast.

Í umsögn dómnefndar segir m.a. að Frjálsi bjóði sjóðfélögum að ráðstafa hluta af skyldusparnaði í erfanlega séreign sem bjóði upp á sveigjanlegar útgreiðslumöguleika. Jafnframt greiðir sjóðurinn sjóðfélögum ævilangan lífeyri úr samtryggingarsjóði. Einnig er fjallað um að sjóðfélagar geti valið á milli misáhættumikilla fjárfestingarleiða fyrir séreignarsparnað sinn.

Sjóðfélagar í Frjálsa lífeyrissjóðnum eru um 58 þúsund og er sjóðurinn um 230 milljarðar að stærð sem gerir hann að 5. stærsta lífeyrissjóði landsins. Sjóðurinn er einn fárra lífeyrissjóða sem býður sjóðfélögum að ráðstafa meirihluta skyldusparnaðar síns í erfanlega séreign. Hann hentar þeim sem hafa frjálst val um í hvaða lífeyrissjóð þeir greiða skylduiðgjald og jafnframt þeim sem leggja fyrir í viðbótarlífeyrissparnað.

IPE verðlaunin hafa verið veitt árlega frá árinu 2001 og hefur fjöldi þátttakenda og umfang verðlaunanna farið vaxandi. Í ár voru 459 umsóknir frá lífeyrissjóðum í 24 löndum sendar inn til að keppa um 42 verðlaun í mismunandi landsvæða- og þemaflokkum. Til marks um umfang verðlaunanna sinntu um 100 einstaklingar dómarastörfum til að úrskurða sigurvegara.

Nánari upplýsingar um IPE verðlaunin má finna hér.

Arnaldur Loftsson, framkvæmdastjóri Frjálsa lífeyrissjóðsins, tekur við verðlaunum Frjálsa sem besti lífeyrissjóður Evrópuþjóða með færri en 1 milljón íbúa.

Arnaldur Loftsson, framkvæmdastjóri Frjálsa lífeyrissjóðsins, tekur við verðlaunum Frjálsa sem besti lífeyrissjóður Evrópuþjóða með færri en 1 milljón íbúa.