Frétt

Ný og endurbætt vefsíða á 40 ára afmælisári sjóðsins

Ný og endurbætt vefsíða á 40 ára afmælisári sjóðsins

Frjálsi lífeyrissjóðurinn á 40 ára starfsafmæli á árinu og hefur sett í loftið nýjan og endurbættan vef. Við hönnun vefsins var leitast eftir því að koma til móts við þarfir notenda með einfaldari framsetningu og bættu aðgengi að efni. Samhliða nýjum vef hefur Frjálsi einnig opnað facebook síðu.

Í tilefni að 40 ára afmæli sjóðsins bjóðum við í kaffi og köku í útibúi Arion banka í Kringlunni milli kl. 12 og 15 laugardaginn 8. desember. Gestum og gangandi býðst að fá kynningu á Frjálsa, vefsíðunni og Mínum síðum sjóðsins.  

Við hvetjum fólk til að kíkja á okkur, fá sér köku og spjalla um lífeyrismál.