Frétt

Hækkun mótframlags launagreiðenda

Hækkun mótframlags launagreiðenda

Frá og með 1. júlí 2018, skv. kjarasamningi aðildarfélaga á hinum almenna vinnumarkaði, þá hækkar mótframlag launagreiðenda í lífeyrissjóð úr 10% í 11,5%.

  • Engin tilkynningarskylda hjá sjóðfélögum Frjálsa lífeyrissjóðsins
     
  • Öll hækkun mótframlags ráðstafast í frjálsa séreign

Sjóðfélagar kjarasamningsbundinna lífeyrissjóða á almennum vinnumarkaði geta valið að hækkun mótframlags renni í svokallaða tilgreinda séreign hjá Frjálsa, allt að 3,5% af launum frá 1. júlí 2018, með því að sækja um hér.

Sjóðfélagar sem greiða skylduiðgjald í Frjálsa lífeyrissjóðinn þurfa hinsvegar ekki að tilkynna sjóðnum sérstaklega um slíka ráðstöfun. Öll hækkun á mótframlagi sjóðfélaga rennur í frjálsa séreign sem hefur rýmri útborgunarreglur en tilgreind séreign. Til að mynda er frjáls séreign laus að fullu við 60 ára aldur en útgreiðslur úr tilgreindri séreign mega fyrst hefjast þegar 62 ára aldri er náð og dreifast að lágmarki fram að 67 ára aldri.Hækkun á mótframlagi launagreiðanda í lífeyrissjóð má sjá í töflunni hér að neðan.

 

Gildistökudagur Framlag launagreiðanda Hækkun 
 1. júlí 2016  8,5%  0,5%
 1. júlí 2017  10,0%  1,5%
 1. júlí 2018  11,5%  1,5%
   Samtals  3,5%