Frétt

Lífeyrisráðgjöf Frjálsa lífeyrissjóðsins flyst í höfuðstöðvar Arion banka

Lífeyrisráðgjöf Frjálsa lífeyrissjóðsins flyst í höfuðstöðvar Arion banka

Arion banki sér um vörslu og daglegan rekstur Frjálsa lífeyrissjóðsins. Útgreiðsluráðgjöf og öll lífeyrisráðgjöf að lánaráðgjöf undanskilinni, fer frá og með 20. apríl fram hjá lífeyrisráðgjöfum í höfuðstöðvum bankans, Borgartúni 19. Eftir sem áður mun starfsfólk í útibúum Arion banka annast kynningu á sjóðnum. Þá mun lánaráðgjöf áfram verða veitt af fjármálaráðgjöfum í útibúum Arion banka í Borgartúni 18 og Bíldshöfða 20 í Reykjavík og á Smáratorgi 3 í Kópavogi.

Lífeyrissjóðir starfa í flóknu umhverfi sem reglulega tekur breytingum og því hefur þjónusta þeirra verið í stöðugri þróun. Liður í þeirri þróun er aukin sjálfsafgreiðsla sem fer fram í gegnum Mínar síður en áfram verður ákveðin þörf fyrir persónulega sérfræðiráðgjöf, ekki síst þegar kemur að útgreiðslu. Lögð hefur verið áhersla á að efla og bæta aðgengi að lífeyrisþjónustu með fjölbreyttum þjónustuleiðum.

Fjarfundir og fundarbókanir

Auk móttökunnar í höfuðstöðvum Arion banka, þá er boðið upp á fjarfundi með lífeyrisráðgjafa í útibúum Arion banka á landsbyggðinni og Kringlunni í Reykjavík. Mælt er með því að fundir með lífeyrisráðgjafa verði bókaðir fyrirfram þegar því verður við komið.

Er það von okkar að þessi breyting mælist vel fyrir og að allir finni þjónustuleiðir við sitt hæfi.