Ársfundur

Ársfundur Frjálsa verður haldinn þriðjudaginn 23. júní nk. kl. 17.15 í Silfurbergi í Hörpu. 

Allir sjóðfélagar eru velkomnir á fundinn. Þeir sem hafa í hyggju að mæta eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig á fundinn hér fyrir neðan. Sjóðfélagar eru minntir á að taka með sér skilríki með mynd.

Sjóðfélagar eru hvattir til að mæta tímanlega.

Dagskrá

 1. Skýrsla stjórnar
 2. Kynning ársreiknings
 3. Kosning stjórnar og varamanna
 4. Tryggingafræðileg athugun
 5. Fjárfestingarstefna sjóðsins
 6. Kjör endurskoðanda
 7. Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins
 8. Laun stjórnarmanna
 9. Önnur mál
  - Kynning á fyrirkomulagi rafrænna kosninga

Upplýsingaefni

 

Tillögur stjórnar um breytingar á samþykktum sjóðsins verða birtar 2 vikum fyrir ársfund. Önnur fundargögn verða birt þegar þau liggja fyrir.

Ársreikningur Frjálsa lífeyrissjóðsins 2019

Tillögur um breytingar á samþykktum Frjálsa 

Tillaga um endurskoðanda

Tillaga um stjórnarlaun

Ef sjóðfélagi getur ekki mætt á fundinn getur viðkomandi veitt öðrum einstaklingi skriflegt umboð til að fara með atkvæðisrétt sinn.

Mælst er til þess að form sjóðsins hér fyrir neðan sé notað.

Umboð fyrir ársfund Frjálsa lífeyrissjóðsins

Atkvæðamagn sjóðfélaga fer eftir inneign þeirra í séreignarsjóði við næstliðin mánaðamót og hlutfallslegri inneign í tryggingadeild sjóðsins. Stjórnarmenn eru kosnir með meirihlutakosningu. Ef sjóðfélagi kýs einn frambjóðanda fara öll atkvæði sjóðfélaga til þess frambjóðanda. Ef merkt er við tvo eða fleiri fá þeir öll atkvæði sjóðfélagans óskipt.

Nánar er fjallað um fyrirkomulag kosninga í reglum stjórnar um framkvæmd ársfundar.

Skráning á fundinn

 

Kosning aðal- og varamanna í stjórn

Á fundinum verða kjörnir tveir aðalmenn til þriggja ára og einn varamaður til þriggja ára.

Upplýsingar um frambjóðendur í stjórn sem þeir hafa sent sjóðnum má nálgast hér fyrir neðan með því að smella á nafn viðkomandi.

Eftirtaldir skiluðu inn framboðum í aðalstjórn:

Eftirtaldir skiluðu inn framboðum í varastjórn:

Frambjóðendur

Upplýsingasíða fyrir frambjóðendur er aðgengileg hér fyrir neðan.

Opna upplýsingasíðu fyrir frambjóðendur

Nánari upplýsingar um fyrirkomulag fundarins er að finna í reglum um framkvæmd ársfundar.