Skilagreinar og greiðslurSkilagreinar-og-greidslurTrueFalseFalseFalse/forsida/launagreidendur/skilagreinar-og-greidslur/LaunagreiðendurLaunagreidendurTrueFalseFalseFalse/default.aspx?PageID=cc87b62a-b8bb-49b9-b12e-18c3edc5822c
Launagreiðendur

Greiðslur og iðgjaldaskil fara fram mánaðarlega

Launagreiðendur greiða skyldulífeyrissparnað mánaðarlega í lífeyrissjóð fyrir alla starfandi einstaklinga á aldrinum 16-70 ára og viðbótarlífeyrissparnað fyrir þá sem velja það. Skilagreinum má skila með ýmsum hætti, en mælt er með rafrænni skráningu skilagreina til að auka skilvirkni.

Launakerfi - rafræn skráning skilagreina

 • Skilvirkasta og þægilegasta leiðin fyrir fyrirtæki sem hafa aðgang að launakerfi sem styður rafræn skil.
 • Krafa myndast í netbanka launagreiðanda ef þess er óskað, annars er greiðsla millifærð inn á reikning sjóðsins. 
 • Slóðin er: https://www.arionbanki.is/rafskilxml/sendpaymentinfo.aspx (xml gögn).
 • Launagreiðandi velur sér sjálfur notendanafn og lykilorð, sjóðurinn kemur ekki að úthlutun þeirra. 
 • Nánar um rafræn skil í gegnum launakerfi.

Kröfuáskrift í netbanka - rafræn skráning skilagreina

 • Skilvirkasta og þægilegasta leiðin fyrir sjálfstæða atvinnurekendur með fastar mánaðarlegar greiðslur - án skilagreina.
 • Krafa myndast sjálfkrafa í netbanka launagreiðanda. 
 • Skilagreinar eru óþarfar þar sem upplýst er um fastar mánaðarlegar greiðslur fram í tímann.
 • Mikilvægt að upplýsa lífeyrissjóðinn um breytingar á launum/reiknuðu endurgjaldi.

Launagreiðendavefur - rafræn skráning skilagreina

 • Skilvirkasta og þægilegasta leiðin fyrir fyrirtæki sem hafa ekki aðgang að launakerfi sem styður rafræn skil. 
 • Býður upp á nýskráningu, afritun eldri skilagreina og innsendingu textaskrár.
 • Krafa myndast sjálfkrafa í netbanka launagreiðanda.
 • Nánar um launagreiðendavef.
 • Opna launagreiðendavef.

Póstur og tölvupóstur - handvirk skráning skilagreina

 • Skilagreinar og textaskrár á launagreidendur@arionbanki.is eða til Lífeyrisþjónustu, Túngötu 3, 580 Siglufjörður
 • Krafa myndast i netbanka ef þess er óskað, annars er greiðsla millifærð inn á reikning sjóðsins. 

Greiðsluupplýsingar

 • Reikningsnúmer sjóðsins er 329-26-7056 og kennitala 600978-0129
 • Lífeyrissjóðsnúmer skylduiðgjalds er 137 og viðbótariðgjalds 135
 • IBAN: IS62 0329 2600 7056 6009 7801 29 og SWIFT: ESJAISRE
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur. Lesa meira