Útgreiðslureglur lífeyrisUtgreidslureglur-lifeyrisTrueFalseFalseFalse/forsida/utgreidslur/utgreidslureglur-lifeyris/ÚtgreiðslurUtgreidslurTrueFalseFalseFalse/default.aspx?PageID=03678dca-088a-410c-aec0-f80ac09875ee
Útgreiðslur

Nokkur atriði sem gott er að hafa í huga þegar sótt er um útgreiðslu lífeyrissparnaðar:

Útgreiðslureglur ellilífeyris úr samtryggingu

Athugið, ef sjóðfélagi í Frjálsa lífeyrissjóðnum velur að sækja um lífeyri frá Tryggingastofnun t.d. 67 ára þá verður hann að sækja um lífeyri úr Frjálsa lífeyrissjóðnum og öðrum sjóðum, ef við á, frá sama tíma. Þetta gildir einnig um útgreiðslur úr Frjálsu leiðinni og Erfanlegu leiðinni þar sem viðmiðunaraldur er 70 ára en í þeim tilvikum verður sjóðfélagi að flýta töku lífeyris sem þýðir að lífeyrisgreiðslur lækka m.v. áunnin réttindi sjóðfélaga við 70 ára aldur. Nánar hér. 

Frjálsa leiðin Erfanlega leiðin Tryggingaleiðin
Mánaðarlegur ellilífeyrir úr samtryggingu 

Frá 70 ára aldri til æviloka.

Frá 82/83/84/85 ára aldri til æviloka en bundin séreign tryggir ellilífeyri frá lífeyrisaldri til 82/83/84/85 ára.

 Frá 67 ára aldri til æviloka.

Er hægt að stöðva útgreiðslur ellilífeyris eða breyta útgreiðslum eftir að þær eru hafnar?

Nei.

Nei. Um leið og sótt er um útgreiðslur úr bundinni séreign skal sækja um útgreiðslur ellilífeyris úr samtryggingu og þar með ákveða upphafs-útgreiðslutíma (82/83/84/85). Hafi t.d. í upphafi verið miðað við að bundin séreign yrði greidd út til 85 ára aldurs, þá er ekki hægt að breyta því í 82/83/84 ára aldur síðar. Útgreiðslur ellilífeyris úr samtryggingu geta fyrst hafist þegar útgreiðslum bundinnar séreignar er lokið.

Nei.

Hægt er að flýta töku ellilífeyris úr samtryggingu en við það lækkar mánaðarleg fjárhæð. Útgreiðslan yrði þá eftirfarandi hlutfall áunninna réttinda:
Til 60 ára aldurs 46,0%, til 61 ára 49,4%, til 62 ára 53,1%, til 63 ára 57,1%, til 64 ára 61,6%, til 65 ára 66,4%, til 66 ára 71,8%, til 67 ára 77,8%, til 68 ára 84,4% og til 69 ára 91,7%.   Til 82 ára aldurs 59,4%, til 83 ára 69,8% og til 84 ára 83,0%.  

Ef mánaðarleg fjárhæð ellilífeyris úr samtryggingu lækkar, þá hækkar mánaðarleg fjárhæð bundinnar séreignar þ.e. þegar heildareignin dreifist á styttra útgreiðslutímabil. 

 Til 60 ára aldurs 60,0%, 61 ára 64,3%, til 62 ára 68,9%, til 63 ára 74,0%, til 64 ára 79,7%, til 65 ára 85,8% og til 66 ára 92,5%.
Fresta má töku ellilífeyris úr samtryggingu en við það hækkar mánaðarleg fjárhæð. Útgreiðslan yrði þá eftirfarandi hlutfall áunninna réttinda:            Til 75 ára aldurs 151,2%, til 74 ára 138,1%, til 73 ára 126,6%, til 72 ára 116,6% og til 71 árs 107,8%.   Á ekki við.  Til 72 ára aldurs 142,2%, til 71 árs 131,8%, til 70 ára 122,5%, til 69 ára 114,9% og til 68 ára 107,0%.
Eingreiðsla lífeyris Nemi áunnin réttindi til lífeyris minna en 1.500 kr. á mánuði, og ekki er um sameiningu við önnur réttindi að ræða, er sjóðnum heimilt að greiða lífeyrisþega í einu lagi þá upphæð sem svarar til tryggingafræðilegs virðis lífeyrisréttarins, óski hann þess. Upphæðin uppfærist mánaðarlega  í hlutfalli við breytingu á vísitölu neysluverðs til verðtryggingar m.v. grunnvísitöluna 230.          
Endanleg ráðstöfun Við töku ellilífeyris fyrir 67 ára aldur í Tryggingaleiðinni og fyrir 70 ára aldur í Frjálsu leiðinni ráðstafar sjóðfélagi elli- og örorkulífeyrisréttindum sínum endanlega og á því ekki sjálfstæðan rétt til örorkulífeyris eftir það skv. samþykktum sjóðsins. Hafi hann áunnið sér viðbótarrétt til ellilífeyris með iðgjaldagreiðslum eftir að hann hóf töku lífeyris skal endurúrskurða honum ellilífeyri hafi hann orðið fyrir orkutapi sem nemur 50% eða meira.  

 

Útgreiðslureglur
Sækja um Umsókn um örorku- og barnalífeyri. Vakin er athygli á því að allar umsóknir eru skoðaðar af þverfaglegu teymi sem starfar í umboði VIRK starfsendurhæfingarsjóðs þ.m.t. trúnaðarlækni. Lagt er mat á það m.a. hvort starfsendurhæfing sé raunhæf.
Skilyrði fyrir mánaðarlegum lífeyri

Skilyrði fyrir útgreiðslu örorkulífeyris er að sjóðfélagi:

 • verði fyrir a.m.k. 50% orkutapi
 • og verði fyrir tekjuskerðingu af völdum orkutaps
 • og hafi greitt til einhvers lífeyrissjóðs í a.m.k. 2 ár
Örorkumat er læknisfræðilegt Örorkumat er læknisfræðilegt og miðast við vanhæfni sjóðfélaga til almennra starfa. Fyrstu 2 árin miðast það þó við vanhæfni hans til að gegna því starfi sem hann gegndi er hann varð öryrki og hefur menntun eða reynslu til að gegna. Í báðum tilfellum er gerð krafa um úrskurð trúnaðarlæknis.
Hve lengi greitt?

Örorkulífeyrir er greiddur mánaðarlega:

 • þar til sjóðfélagi öðlast starfsorku á ný
 • eða þar til mat á örorku er minna en 50%
 • eða þar til hann kemst á ellilífeyrisaldur
 • Örorkulífeyrir greiðist ekki fyrstu 3 mánuði eftir orkutap og greiðist ekki ef örorka varir skemur en 6 mánuði.
Uppsöfnuð eingreiðsla Hægt er að óska eftir uppsafnaðri eingreiðslu örorkulífeyris allt að 4 ár aftur í tímann, hafi töku lífeyris verið frestað.
Áunnin lífeyrisréttindi Áunnin örorkulífeyrisréttindi eru 100% af áunnum ellilífeyrisréttindum fram að orkutapi, sem koma m.a. fram á sjóðfélagayfirliti.
Hvað eru framreiknuð lífeyrisréttindi Með framreikningi er bætt við áunninn rétt, 100% af þeim ellilífeyrisréttindum sem ætla mætti að sjóðfélagi hefði áunnið sér frá orkutapi fram að 65 ára aldri m.v. meðaltal inngreiðslna síðustu 3 ár fyrir örorku.
Skilyrði fyrir framreikningi

Skilyrði fyrir framreikningi örorkulífeyris er að sjóðfélagi hafi greitt til sjóðsins í a.m.k. 3 af síðustu 4 almanaksárum og a.m.k. 6 af síðustu 12 mánuðum fyrir örorku. Árlegt lágmarksiðgjald skal vera minnst 35.000 kr., verðtryggt, m.v. vísitölu neysluverðs og grunnvísitölu 173,5 stig. Ekki má rekja orkutap til ofnotkunar áfengis, lyfja eða fíkniefna. Sjá undantekningu um hámark á útreikningi örorkulífeyris sjóðfélaga með hærri árslaun en 12.000.000 kr. í gr. 9.15 og 11.3. í samþykktum.

 Nánar um framreikning

Við framreikning til réttindaöflunar skal reikna með meðaltali innborgaðra iðgjalda til lágmarkstryggingaverndar sem renna til tryggingadeildar næstu þriggja ára á undan því ári sem orkutap átti sér stað. Reynist þriggja ára meðaltal sjóðfélagans óhagstætt vegna t.d. sjúkdóma eða atvinnuleysis er heimilt að leggja til grundvallar meðaltal átta almanaksára fyrir orkutapið og sleppa því almanaksári sem lakast er sem og því almanaksári sem hagstæðast er. Hafi sjóðfélagi greitt iðgjöld í skemmri tíma en átta ár fyrir orkutapið skal reikna út frá viðkomandi árafjölda. 

Fullur lífeyrir Fullur örorkulífeyrir er greiddur m.v. 100% örorku.
Hlutfallslegur lífeyrir Hlutfallslegur örorkulífeyrir er greiddur m.v. 50-99% örorku. Við mat á örorkuhlutfalli er einkum horft til síðustu 3ja ára. Nánar í gr. 11.6 í samþykktum.
Upphæð Upphæð örorkulífeyris er mismunandi og ræðst af iðgjaldagreiðslum sbr. hér að framan.
Tekjuskerðing

Samanlagður örorku- og barnalífeyrir getur aldrei orðið hærri en sem nemur tekjuskerðingu vegna örorku skv. eftirfarandi: Við mat á tekjumissi er tekið tillit til atvinnutekna, lífeyris- og bótagreiðslna frá almannatryggingum og öðrum lífeyrissjóðum svo og kjarasamningsbundinna tryggingabóta sem sjóðfélaginn nýtur vegna örorkunnar. Við mat á tekjuskerðingu er tekið mið af meðaltali tekna sjóðfélaga síðustu 3 almanaksár fyrir orkutap verðbætt til úrskurðardags.

Viðmiðunartekjurnar taka breytingum í samræmi við breytingar sem verða á launavísitölu. Reynist þriggja ára meðaltal sjóðfélagans óhagstætt vegna t.d. sjúkdóma eða atvinnuleysis er heimilt að leggja til grundvallar meðaltal átta almanaksára fyrir orkutapið og sleppa því almanaksári sem lakast er sem og því almanaksári sem hagstæðast er. Hafi sjóðfélagi greitt iðgjöld í skemmri tíma en átta ár fyrir orkutapið skal reikna út frá viðkomandi árafjölda. 

Endurmat Endurmat örorku fer fram á a.m.k. 2ja ára fresti.
Tilhögun lífeyrisgreiðslna Lífeyrir er greiddur út einu sinni í mánuði, eftir á, síðasta virkan dag hvers mánaðar. Afgreiðsla umsóknar getur tekið allt að 12 vikur. Sækja þarf um skriflega. Lífeyrisréttindi eru verðtryggð og breytast í samræmi við vísitölu neysluverðs til verðtryggingar.
Lífeyrisréttindi í öðrum sjóðum Boðið er upp á að haka við eftirfarandi á útgreiðsluumsókn: Ég óska eftir því að umsókn þessi verði send öðrum lífeyrissjóðum sem ég á rétt í.     
Er bundin séreign greidd v. örorku? Nei.
Er frjáls séreign greidd v. örorku? Já, sjá útgreiðslureglur hér og á „Umsókn um útgreiðslu frjálsrar séreignar til sjóðfélaga“.
 Afgreiðslutími Ástæðan fyrir því að stundum líða allt að 12 vikur frá því að umsókn um útgreiðslu örorkulífeyris berst, þar til útgreiðslur hefjast, eru einkum þær að tryggingafræðingur sjóðsins þarf að úrskurða um réttindi umsækjanda til lífeyris úr samtryggingarsjóði. Í tilfellum örorku þarf trúnaðarlæknir VIRK starfsendurhæfingarsjóðs að yfirfara læknisvottorð og gefa út örorkumat. Loks eru réttindi hjá öðrum sjóðum könnuð. Ef umsækjandi á lífeyrisrétt í öðrum lífeyrissjóðum er umsókn áframsend á viðeigandi sjóði, nema óskað sé eftir öðru.
Útgreiðslureglur
Sækja um  Hér má nálgast umsókn um maka- og barnalífeyri.
Skilyrði fyrir mánaðarlegum lífeyri Skilyrði fyrir útgreiðslu makalífeyris er að sjóðfélagi láti eftir sig maka og:
 •  hafi greitt til sjóðsins í a.m.k. 2 ár 
 • eða öðlast rétt til framreiknings
 • eða notið elli- eða örorkulífeyris við andlát
Hvenær hefjast greiðslur? Greitt er frá dánardegi sjóðfélaga.
Hve lengi greitt? Makalífeyrir er greiddur mánaðarlega til eftirlifandi maka frá dánardegi sjóðfélaga:
 • í a.m.k. 2 ár
 • eða þar til yngsta barn á framfæri sjóðfélaga er 18 ára
 • eða til 70 ára aldurs ef maki er 50% öryrki eða meira
 • eða þar til maki gengur í hjónaband á ný eða stofnar til sambúðar sem jafna má til hjúskapar
Uppsöfnuð eingreiðsla Hægt er að óska eftir uppsafnaðri eingreiðslu makalífeyris allt að 4 ár aftur í tímann, hafi töku lífeyris verið frestað.
Áunnin lífeyrisréttindi Áunninn makalífeyrir er 50% af áunnum ellilífeyri sjóðfélaga við andlát, sem sést m.a. á sjóðfélagayfirliti.
Hvað eru framreiknuð lífeyrisréttindi? Með framreikningi er bætt við áunninn rétt, 50% þeirra ellilífeyrisréttinda sem ætla mætti að sjóðfélagi hefði áunnið sér frá andláti fram að 65 ára aldri m.v. meðaltal inngreiðslna síðustu 3 ár fyrir andlát.
Skilyrði fyrir framreikningi

Skilyrði fyrir framreikningi makalífeyris er að sjóðfélagi hafi greitt í sjóðinn í a.m.k. 3 af síðustu 4 almanaksárum og a.m.k. 6 af síðustu 12 mánuðum fyrir örorku. Árlegt lágmarksiðgjald skal vera minnst 35.000 kr., verðtryggt, m.v. vísitölu neysluverðs til verðtryggingar og grunnvísitölu 173,5 stig.

Fullur eða hlutfallslegur Það er alltaf greiddur fullur makalífeyrir þ.e. 50% af áunnum ellilífeyri sjóðfélaga við andlát, aldrei hlutfallslegur.
Upphæð Upphæð makalífeyris er mismunandi eftir því hvort um er að ræða áunninn eða framreiknaðan lífeyri.
Endurmat Á ekki við.
Hver fær greiðsluna? Makalífeyrir er greiddur til eftirlifandi maka, sem var í hjúskap með sjóðfélaga við andlát, eða óvígðri sambúð, enda hafi fjárfélagi ekki verið slitið fyrir andlát. Með óvígðri sambúð er átt við sambúð tveggja einstaklinga sem eiga sameiginlegt lögheimili, eru samvistum, eiga barn saman, eiga von á barni saman eða sambúðin hefur varað samfleytt í a.m.k. 2 ár.
Tilhögun lífeyrisgreiðslna Lífeyrir er greiddur út einu sinni í mánuði, eftir á, síðasta virkan dag hvers mánaðar. Afgreiðsla umsóknar getur tekið allt að 6 vikur. Sækja þarf um skriflega. Lífeyrisréttindi eru verðtryggð og breytast í samræmi við vísitölu neysluverðs til verðtryggingar.
Lífeyrisréttindi í öðrum sjóðum

Boðið er upp á að haka við eftirfarandi á útgreiðsluumsókn: Ég óska eftir því að umsókn þessi verði send öðrum lífeyrissjóðum sem ég á rétt í.

Er hægt að fá lífeyri útgreiddan í eingreiðslu?

 Nemi áunnin réttindi til ellilífeyris minna en (1.500 kr.) á mánuði getur sjóðfélagi óskað eftir eingreiðslu sem svarar til tryggingafræðilegs virðis lífeyrisréttarins. Uppreiknað m.v. grunnvísitöluna 173,5 og vísitöluna í júní 2013 eru það 3.558 kr.

Er bundin séreign greidd v. andláts? Já, bundin séreign er greidd út vegna andláts, sjá útgreiðslureglur hér og á „Umsókn um útgreiðslu erfðaséreignar“.
Er frjáls séreign greidd v. andláts? Já, frjáls séreign er greidd út vegna andláts, sjá útgreiðslureglur hér og á „Umsókn um útgreiðslu erfðaséreignar“.
  Útgreiðslureglur vegna andláts Útgreiðslureglur vegna örorku
Sækja um Hér má nálgast umsókn um maka- og barnalífeyri Hér má nálgast umsókn um örorku- og barnalífeyri
Skilyrði fyrir mánaðarlegum lífeyri

Skilyrði fyrir útgreiðslu barnalífeyris er að sjóðfélagi:       

 • hafi greitt til sjóðsins í a.m.k. 24 mánuði af síðustu 36 mánuðum
 • eða öðlast rétt til framreiknings
 • eða notið elli- eða örorkulífeyris við andlát

Skilyrði fyrir útgreiðslu barnalífeyris er að sjóðfélagi:

 • verði fyrir a.m.k. 50% orkutapi
 • og verði fyrir tekjuskerðingu af völdum orkutaps 
 • og hafi greitt til sjóðsins í a.m.k. 2 ár
Hve lengi greitt?

Barnalífeyrir er greiddur mánaðarlega samhliða makalífeyri frá dánardegi sjóðfélaga með hverju barni látins sjóðfélaga til 18 ára aldurs. 

Barnalífeyrir er greiddur út áfram þrátt fyrir að maki gangi í hjónaband á ný eða stofni til sambúðar sem jafna má til hjúskapar.                            

Barnalífeyrir er greiddur mánaðarlega samhliða örorkulífeyri með hverju barni örorkulífeyrisþega:

 • til 18 ára aldurs hvers barns sjóðfélaga
 • eða þar til sjóðfélagi öðlast starfsorku
 • eða þar til mat á örorku er minna en 50%
 • eða þar til hann kemst á ellilífeyrisaldur
Fullur lífeyrir Fullur barnalífeyrir er greiddur ef árlegt lágmarksiðgjald síðustu 2 almanksár fyrir andlát er a.m.k. 50.000 kr. Fullur barnalífeyrir með hverju barni er 19.331 kr. v. 2018. Upphæðir barnalífeyris og árlegra lágmarksiðgjalda breytast árlega í hlutfalli við breytingu á vísitölu neysluverðs til verðtryggingar m.v. grunnvísitölu 173,5 stig* 7.500 kr.

Fullur barnalífeyrir er greiddur m.v. 100% örorku og ef árlegt lágmarksiðgjald síðustu 2 almanaksár fyrir orkutap er a.m.k. 50.000 kr. Fullur barnalífeyrir með hverju barni er 14.176 kr. á mánuði v. 2018. Upphæðir barnalífeyris og árlegra lágmarksiðgjalda breytast árlega í hlutfalli við breytingu á vísitölu neysluverðs m.v. grunnvísitölu 173,5 stig * 5.500 kr. Samanlagður örorku- og barnalífeyrir getur aldrei orðið hærri en sem nemur tekjuskerðingu vegna örorku.

Hlutfallslegur lífeyrir            
Hlutfallslegur barnalífeyrir er greiddur ef árlegt lágmarksiðgjald síðustu 2 almanaksár fyrir andlát er 25.000-50.000 kr. og fellur niður ef árlegt lágmarksiðgjald fer undir 25.000 kr.                 

Hlutfallslegur barnalífeyrir er greiddur m.v. 50-99% örorku eða ef árlegt lágmarksiðgjald síðustu 2 almanaksár fyrir orkutap er 25.000-50.000 kr. Barnalífeyrir fellur niður ef örorka er lægri en 50% eða árlegt lágmarksiðgjald fer undir 25.000 kr.

Hver fær greiðsluna?

Barnalífeyrir er greiddur til framfæranda með hverju barni og kjörbarni sjóðfélaga. Gildir einnig um ófædd börn sjóðfélaga auk fósturbarna og stjúpbarna sem hann hefur framfært að mestu eða öllu leyti. Ef barn sjóðfélaga hefur náð 16 ára aldri má greiða barnalífeyri beint inn á reikning barns ef samþykki umsækjanda liggur fyrir.

Barnalífeyrir er greiddur til örorkulífeyrisþega með hverju barni og kjörbarni sem fædd eru fyrir orkutap sjóðfélaga. Gildir einnig um fósturbörn og stjúpbörn sem hann hefur framfært að mestu eða öllu leyti og fædd eru fyrir orkutap sjóðfélaga. Ef barn sjóðfélaga hefur náð 16 ára aldri má greiða barnalífeyri beint inn á reikning barns ef samþykki sjóðfélaga liggur fyrir.

Er bundin séreign greidd út?

Já, sjá útgreiðslureglur hér og á eyðublaðinu „Umsókn um útgreiðslu erfðaséreignar“.

Á ekki við.

Er frjáls séreign greidd út?

Já, sjá útgreiðslureglur hér og á eyðublaðinu „Umsókn um útgreiðslu erfðaséreignar“.

Á ekki við.

Uppsöfnuð eingreiðsla

Hægt er að óska eftir uppsafnaðri eingreiðslu barnalífeyris allt að 4 ár aftur í tímann, hafi töku lífeyris verið frestað.

Tilhögun lífeyrisgreiðslna

Lífeyrir er greiddur út einu sinni í mánuði, eftir á, síðasta virkan dag hvers mánaðar. Afgreiðsla umsóknar um barnalífeyri vegna andláts getur tekið allt að 6 vikur, en allt að 12 vikur vegna örorku. Sækja þarf um skriflega. Lífeyrisréttindi eru verðtryggð og breytast í samræmi við vísitölu neysluverðs til verðtryggingar.

Lífeyrisréttindi í öðrum sjóðum

Boðið er upp á að haka við eftirfarandi á útgreiðsluumsókn: Ég óska eftir því að umsókn þessi verði send öðrum lífeyrissjóðum sem ég á rétt í.

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur. Lesa meira